Jæja, þá eru skvísurnar mínar byrjaðar í skólanum. Þær voru báðar hæstánægðar að hitta vini sína og Maestrur. Gerður Katrín var áður búin að tjá okkur foreldrunum að Maestra sín yrði svoo glöð að sjá sig, hún myndi segja þetta og hitt.... og það gekk allt eftir . Það var tekið rosalega vel á móti henni og hún var líka mjög stolt og ánægð. Skemmtilegur eiginleiki að finnast sem allur heimurinn snúist um þig og þú sért flottust, best og ótrúlega klár. Ég vona að þessi hugsun muni alltaf fylgja henni.
Það var líka tekið vel á móti Laufey. Valeria passaði uppá að hún fengi sæti sér við hlið og það eitt var mikill léttir. Fyrstu dagarnir voru mjög góðir hjá Laufey, tvö bekkjarafmæli og allt að gerast. Þegar líða tók á fyrstu vikuna fór nú samt að bera á þreytu hjá henni, skólinn byrjar náttúrulega með trukki og svo erum við eldri skvísurnar líka búnar að vera með einhver skít í okkur undafarna daga. Vonandi að við verðum frískari í næstu viku. Karate byrjar líka í næstu viku og ég held það muni miklu fyrir hana að fá líkamlega útrás þar.
Við Lalli erum búin að vera á fullu að undirbúa okkur fyrir veisluþjónustuna. Því miður hef ég ekki haft tíma til að lesa í ítölskunni en vonandi verð ég duglegri í næstu viku. Annars er fólk búið að vera hrósa okkur hjónum fyrir ítölskuna okkar þannig að við getum vel við unað. Ég stefni á að vera nokkurnvegin altalandi um áramótin. Það er aldeilis eins gott að spýta í lófana ef það markmið á að ganga eftir....
Ég er fann loksins hlaupaskó á mig og hef tekið þá ákvörðun að hlaupa bara úti í vetur. Satt best að segja tími ég ekki að borga 30 evrur á mán í ræktina. Þess í stað ætla ég að stunda frjálsa þríþraut. Frjáls þriþraut er þannig að ég hleyp, geri æfingar inni eða úti í porti (magi, hendur og teygjur) og svo hjóla ég út á strönd og til baka.
Ég splæsti nefnilega á mig hjóli um daginn´. Fékk meira að segja afslátt þar sem ég er með lögheimili mitt hérna í Lecce, eitthvað átak í gangi hjá Berlosconi og félögum. Nauðsynlegt að eiga hjól hérna í suðrinu, hitt er alveg glatað. Reyndar nældi ég mér í kvefskratta í fyrsta hjólatúrnum. Þurfti að fara í stórmarkað rétt fyrir utan Lecce (m.a. ástæðan fyrir því að ég keypti hjólið) og lentí í þessari svakalegu rigningu á leiðinni heim..... steinlá eftir þann túr
Jæja, læt þetta nægja í bili. Baráttukveðjur til allra og keep on going.
kv, Doran
Bloggar | 26.9.2009 | 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tæknimennirnar komu í morgun og opnuðu fyrir gasið. Finalmente!
Annars allt ágætt að frétta. Frúin á heimilinu er svosem ekki í sínu besta skapi í dag. Þó svo að hafa getað eldað heita máltíð í fyrsta sinn í heilan mánuð í hádeginu þá er eiginlega allur vindur úr mér. Það gengur allt svo HÆGT hérna. Ekki síst þegar skvísurnar eru heima allan daginn þá verður manni ekkert úr verki. Ég er t.d. núna búin að vera að leita mér að hlaupaskóm í tvo daga, annað hvort eru þeir of dýrir eða ekki til skór í minni stærð. Þar að auki var hjólinu mínu stolið rétt áður en ég fór heim í fyrravor (í þriðja skiptið) þannig að núna þarf ég ýmist að fara allt fótgangandi eða í strætó. Þetta er aldeilis farið að taka á taugarnar.
Þessi krónufjandi er nú heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það koma svona vonleysis tímabil yfir mig en yfirleitt eftir gott spjall við Lalla minn þá líða þau hjá. Ástandið hjá okkur ætti nú að breytast þegar stelpurnar byrja í skólanum, þá náum við hjónin að vinna fyrripartdags og koma meiru í verk en hingað til. Þær byrja einmitt á morgun í skólanum Held við verðum öll mjög ánægð, ekki síst þær.
Á eftir ætlum við að fara og kaupa okkur kort í ræktinni. Það eitt verður líka megabylting. Þá getum við lalli farið í ræktina á meðan stelpurnar eru í karate.
Ciao tutti, a presto
Bloggar | 17.9.2009 | 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14. september
Til hamingju með afmælið Gunnar Ingi.
Undanfarin vika hefur aldeilis verið lífleg.
Fimmtudaginn 10 sept var Laufey Kristínu boðið í afmælisveislu hjá bekkjarbróður. Afmælið var haldið aðeins fyrir utan bæinn þannig að við lögðum snemma af stað í strætó (þurftum að taka tvo) til að ná þangað í tíma. Það var vel tekið á móti okkur þegar við komum í afmælið og virkilega gaman að sjá aftur bekkjarfélaga Laufeyjar og foreldra þeirra. Gerður Katrín fékk að sjálfsögðu að vera eftir í afmælinu enda er systir Ricardo Nicoletti, sem átti afmæli, einlægur aðdáandi Gerðar þannig að þær hafa áreiðanlega náð að ærslast saman. Reyndar er Laufey Kristín einstaklega ábyrgðarfull gagnvart systur sinni og foreldrar hafa sagt mér að þegar þær eru tvær saman í afmælum þá passar Laufey afskaplega vel upp á litlu systir.
Jæja, við Lalli ákváðum að niðri í bæ og fá okkur að borða pizzu og taka svo bara strætó aftur til baka og ná í stelpurnar. Við áttum rómantíska stund saman í bænum, það var mjög notalegt að ná að spjalla aðeins saman án þess að heyra orðið MAMMA bergmála á meðan.
Nú svo þegar við höldum af stað og sækjum stelpurnar þurftum við að hafa hraðan á vegna þess að síðasti strætóinn var rétt ókomin. En þegar við ætluðum að fara að kveðja þá harðneitaði Monica, mamma Ricado, að hleypa okkur út fyrr en við værum búin a.m.k. fá okkur eina kökusneið og helst eitthvað af mat líka. Ég er ekki að grínast, það vara bara eitt stórt NEI, þið farið ekki núna ,ég keyri ykkur heim!! Miða við mín fyrri samskipti af þessari konu þá vissi ég að það þýddi ekkert að malda í móin þannig við slökuðum bara á, fengum okkur köku og spjölluðum við fólkið. Síðar skutlaði maður að nafni Sergio okkur heim en hann er víst vinur foreldra afmælisbarnsins. Á leiðinni heim spurði Sergio hvort við ættum marga vini hérna í Lecce og í framhaldi ákvað hann að við skyldum gerast vinir!!
Daginn eftir afmælið unnum við hérna heima í því að koma okkur fyrir. Um kvöldið fór Lalli með Daniellu að hitta Commercialsistann. Lalli kom öllu fróðari heim eftir þann fund og við hjónin sátum framm eftir kvöldi að ræða mögulegar útfærlur á veisluþjónustu yfir góðu rauðvíni.
Næsta morgun fórum við snemma út til að viðra okkur og stelpurnar. Um hádegisbil voru allir orðnir svangir og þar sem erum ekki enn komin með Gas var ákeðið að fá sér pizzu. Rétt þegar við vorum að byrja að borða hringir Daniella til okkar og spyr hvort við viljum þiggja boð Comercialistans ( sem er góðvinur Daniellu) um matarboð um kvöldið. Þetta var alvöru matarboð og við borðuðum mikið.... sex rétta máltið í boði. Stelpurnar sofnuðu báðar í miðju borðhaldi og við hjónin vorum sömuleiðis þreytt þegar við komum heim um 01 leytið, þá búin að borða í 5 tíma!!
Síminn minn hringdi um kl 08:30 morguninn eftir. Það var Sergio, ég svaraði ekki alveg strax en þegar hann hringdi í þriðja skiptið á fimm mínútum þá svaraði ég. Þau hjónin voru á leið á ströndina og vildum fá okkur með. Við þáðum að sjálfsögðu boðið, og saman áttum við góðan fyrripart á ströndinni. Konan hans , Julia, er mjög indæl og sonur þeirra sömuleiðis en hann er fimm ára. Þau vildu að vísu fá okkur í mat um kvöldið en við vorum ekki alveg upplögð í það. Lalli er víst að fara að spila fótbollt með vinum Sergio n.k. fimmtudag. Þannig að við verðum að fara í vikunni og fjárfesta í takkaskóm.
15. september
Franco, miðaldra hippavinur Daniellu, kom og sótti mig kl 08:30 í morgun og saman fórum við á skrifstofu Enel til að vinna í gasmálum. Eftir klukkutíma bið í röð, fimm símtöl og gott spjall við þjónustustúlkuna gat hún loksins sagt okkur hvers vegna við erum ekki enn komin með gas. Þá vantar númer á gasleiðsluna ásamt passporti og leigusamning. Við Franco vorum nú ekki lengi að redda umbeðnum gögnum og allt stefnir í að við fáum technico hingað heim til okkar á fimmtudaginn sem opnar þá fyrir gas til okkar. Jibbí Segir mikið um kerfið hérna að við erum búin að bíða núna í þrjár vikur eftir tæknimanni hingað heim til okkar sem var svo aldreið á leiðinni.
Bloggar | 17.9.2009 | 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10. september, Miðvikudagur
Laufey kom inn til mín um kl 0830 eins og vanalega og við fórum saman frammúr og fengum okkur morgunmat.. Dagurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel...stelpurnar þreyttar eftir gærdaginn en Laufey þó sérstaklega. Ég tók hana því inn í herbergi með mér, kveikti á róandi tónlist og tók skvísuna í heilnudd. Reyndi eftir bestu getu að róa taugakerfið í henni, en þessa dagana er hún frekar taugaspennt. Hún náði að slaka vel á og sofnaði í smá tíma þennan morguninn. Eftir hádegi þegar lalli var úti í porti að leika við stelpurnar og ég í hugleiðslu hringdi dyrabjallan!!!!!!!!!!
Og viti menn, það var flutningameistari frá Hollandi að koma með dótið okkar. Allir urði mjög glaðir en þó þreyttir þegar allir kassarnir voru komnir í hús.
Það er nú einu sinni þannig að þegar maður á skyndilega fullt, fullt af dóti þá vantar manni hirslur. Þannig að við ákváðum að kíkja í búð hérna í Lecce sem selur notuð húsgögn. Við vorum svo heppin að fá bæði hillusamstæðu og koju fyrir stelpurnar. En gaurinn gat ekki flutt dótið heim fyrr næsta morgun og það var ekki nógu gott fyrir ungu ákáfu hjónin. Þannig að við ákváðum að bera bara hilluna heim og láta flytja kojurnar heim morgunin eftir. Að sjálfsögðu skemmtum við ítalanum vel þegar við bárum heila hillusamstæðu heim, a mano, gegnum hálfan bæinn, með tvær skvísur á eftir okkur. Og þar sem frk Gerður er hálf fótalaus þurfti Laufey Kristín að bera systu á bakinu í þokkabót nær alla leiðina. Allt gekk eins og í sögu en þegar við bárum hilluna upp stigan hjá okkur gáfu þreyttar hendur sig og hillan skall í glugga í stigagangnum og braut hann... hrikalegur bömmer
En fólk verður að halda áfram, hillan skemmdist sem betur fer lítið og lalli boraði aðeins í hana þannig að hún lítur mjög vel út. Þó að glugginn geri það ekki, en það er seinna tíma vandamál.
Húsbóndinn var ákafur að setja upp þriðja barnið sitt, eða Bang & Olfsen TV-ið. Það gekk að lokum og þar með gat fjölskyldan andað léttar og hlakkað til að ganga til svefns og vakna í þrif og áframhaldandi skiplag næsta morgun. Annars væri sagan með TV-ið önnur saga því húsbóndinn var einstaklega spenntur yfir því og hringdi m.a. til Islands til að spyrja ráða varðandi uppsetninguna... en það er víst þetta sem er á milli karla og tækja. Ég kann ekki svo vel að ræða það.
Bloggar | 16.9.2009 | 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
09 september, Þriðjudagur
Í morgun ákváðum við að fara á ströndina, við fengum okkur morgunamat og löguðum svo aðeins til og svo um 11 leytið héldum við út á stoppistöð. Reyndar hafði ég rétt áður kíkt á oraio á strætóunum hér og sá þar að þeir voru búnir að breyta sumartíma yfir í vetrartíma. En Lalli trúði því nú ekki og við fórum galvösk út á stoppistöð. Biðum þar heillengi þar til gömul kona sagði okkur að þeir væru búnir að breyta tímanum, að það væru næstum 2 tímar í okkar bus. Jæja. Við erum nú ekki þekkt fyrir að deyja ráðalaus þannig að við ákváðum að skoða bara líkamsræktarstöð í nágrenni við okkar í staðinn. Eftir að hafa farið upp og pissað eftir strætóbiðina héldum við af stað í gymið. Þar tók elskuleg stúlka á móti okkur og þegar við spurðum hver sæi um karate fyrir börnin, svaraði hún um hæl að það væri hann Maricio, en það er einmitt meistarinn hennar laufeyjar í karate. Þannig í stuttu máli er hann búin að flytja sig frá Piazza paolo, sem by the way var við hliðiná okkur í fyrra, í okkar hverfi hér við Via Giusti. Incredibili....Já, svona getur lukkan leikið við okkur JNúna getur öll fjölskyldan farið í ræktina á sama tíma, 3 í viku. Úúu við verðum helköttuð í vor. Ég er nú samt að velta því fyrir mér að fara í yoga.. en það er annað mál.
Þannig að..eftir að hafa skoðað palestra var tími til komin að bíða eftir strætó. Hann kom og við lágum ein á ströndinni í frá hálf 2 til 17:30...þá var mamman búin að fá nóg og vildi fara af stað og fá sér kaffi á Alex bar. Þar biðum við í klst og úti biðum við í aðra klst vegna vaginin var seinn á ferð. Við vorum bæði köld og hungruð þegar við komumst loks heim. Lalli fór niður á bar og pantaði pizzur sem við átum með góðri lyst. Í millitíðinn hringdu mamma og pabbi á skype, það var bæði gott að sjá þau og heyra í þeim.
Bloggar | 16.9.2009 | 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6 september
Jæja þá erum við búin að vera hérna í hitanum í rúmar tvær vikur. Enn höfum við ekki fengið gas en það kemur vonandi n.k. mánudag miðvikudag. Þar af leiðandi förum við oft út á kvöldin og fáum okkur pizzu, sem ég held reyndar að allir séu orðinir frekar þreyttir á. Það verður yndislegt að fá gas og getað eldað góða máltíð. En ljósi punkturinn er sá að núna kann maður aldeilis vel að meta gas og þa að geta eldað heita máltíð J Ég veit líka að Lalli verður glaður að komast í gott heitt baðJ
Við höfum annars bara haft það gott, að vísu verður manni ansi lítið úr verki í þessum hita en hitamælirinn er búin að standa í c.a.40C síðan við komum. Sem betur fer sýnist mér að hitinn sé eitthvað aðeins að minnka.
Við höfum farið nokkrum sinnum á ströndina og unum okkur alltaf vel þar. Stelpurnar voru svo heppnar í síðustu viku að eignast góðar vinkonur, systur á svipuðum aldri og þær gátu leiki nokkra daga saman. Allir mjög sáttir við það.
Í síðustu viku komu hitaskúrir tvo seinniparta og annan daginn ruku stelpurnar út til þess að leika sér í rigningunni. Þegar þær voru búna að leika sér í smá tíma kallar Laufey upp til mín að það sé mús þarna. Við Lalli rjúkum til og kíkjum á músin sem er náttúrulega engin mús heldur stærðarinnar rotta. Og hefst þá þessi æsilegi eltingaleikur, Lalli með háf sem hann reynir að fiska rottuna í. Stelpurnar hlaupandi á eftir honum og ég einhverstaðar til hliðar öskrandi hvatningarorð til hinna þriggja fræknu. Að lokum náðist rottan og stelpu greyin horfðu á pabba sinn rota músina. Þær voru furðu rólegar yfir þessu enda ýmsu vanar eftir að hafa búið heilt sumar í sumarbústað með ömmu Gerði og afa Smára J
Piano, Piano (smám saman) reynum við að koma okkur sem best fyrir í íbúðinni okkar. Við erum núna að leita að koju inn til stelpnanna en þar sem við erum bíllaus og allir stórmarkaðir rétt fyrir utan Lecce gengur það hægt. Ætli við endum ekki bara á því að panta frá IKEA og láta senda okkur heim. Hver veit, kannski sjáum við eitthvað í gulu síðunum í dag. Í fyrradag tók ég litla baðherbergið sem liggur inn af eldhúsinu í gegn. Það var gríðarlega breyting enda herbergið virkilega ógeðslegt, sé eftir að hafa ekki tekið fyrir og eftir mynd. Ekki síst vegna þess að eftir smá upplyfting er þetta eitt af flottari herbergjunum í íbúðinni, yfirskvísan á hrós skilið. Lalli tók líka skápana í eldhúsinu í gegn á miðvikudag þannig að þetta er allt að koma hjá okkur.
Í gær fórum við svo í kaffi til Mario og Daniellu. Við sýndum þeim gögn varðandi veisluþjónustuna og fengum nokkur góð ráð. Það var mikill léttir að ræða við þau og einhvern vegin varð þessi hugmynd okkar raunverulegri. Við höfðum einnig ætlað okkur að panta tíma hjá commercialista, en það er einhverskonar bókari hérna á ítalíu sem hjálpar fólki að átta sig á skattaumhverfinu og öðrum reglum varðandi atvinnurekstur. Þegar við nefndum þetta við Daniellu og Mario vill svo til að þau eiga vin sem er commercialista og hann var tilbúin til að hitta okkur við tækifæri.
Annars voru Daniella og Mario bara hress og við áttum góða stund með þeim, stelpurnar skelltu sér í sund hjá þeim og unu sér vel. Eftir þessa heimsókn skutlaði Daniella okkur á ströndina og þar sem við fengum okkur gott nesti að borða og sóluðum okkur.
Bloggar | 16.9.2009 | 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðalagið hingað til Lecce gekk vel í flest alla staði. Jónas afi keyrði okkur á flugvöllinn í kefl, það er alltaf leiðinlegt að segja bless, en fjölskyldan var þó sátt við að kveðja land og þjóð og fara í sitt umhverfi. Flugið til Gatwick gekk vel og við rétt náðum rútunni sem átti að flytja okkur til Stansted. Að vísu lentum við í umferðarteppu á leið til Stansted en sem betur var aðeins klst seinkun, en ekki 2 tímar eins og bílstjórinn óttaðist. Við náðum þar af leiðandi fluginu okkar til Brindisi en það mátti ekki tæpara standa.
Eftir að vera búin að ferðast í 12 klukkustundir var fjölskyldan orðin ansi þreytt þegar loksins á leiðarenda var komið. Við vorum komin hingað á Via Giusti akkúrtat kl 22:00, en það var sá tími sem við höfðum mælt okkur mót við leigendurna til að fá lykil af íbúðinni. Meðan við biðum eftir þeim komu nokkrir nágrannar og heilsuðu upp á okkur, virðist vera hresst lið!! Gerði hafði hlakkað mikið til að komast loksins heim til sín, þannig að sú stutta varð vægast sagt vonsvikinn þegar hún labbaði inn í allt aðra íbúð en þá sem hún áleit vera sitt heimili ( okkar fyrri íbúð hér í Lecce). Það luku nokkur tár og smá snökkt enda þreyta og spennufall til staðar. Eftir að skila af okkur töskunum fórum við og fengum okkur pizzu á local kaffihúsinu okkar og eftir að hafa fengið smá fyllingu í magann sofnuðu skvísurnar vært.
Laugardagurinn fór að mestu í að koma sér fyrir í nýju íbúðinni, taka upp úr kössum, kistlum og töskum. Gerður var fljót að jafna sig vonbrigðunum með íbúðina þegar hún fékk sitt gamla dót og lítið heyrðist í þeirri stuttu fyrripart dags þar sem hún var niðursokkin í leik með dúkkurnar sínar. Laufey uni sér líka vel, en var ekki alveg sátt að geta ekki farið strax út í búð og keypt eitt stk hund !! Við reynum nú að redda því máli fljótlega.
Á sunnudeginum fórum við svo á ströndina og hittum Daniellu og Mario. Áttum góðan dag í sólinni með góðum vinum. Við hjónin erum alsæl með að vera komin heim til Lecce og ég held ég sé bara bjartsýn á að þessi vetur muni koma til með að vera ánægjulegur og farsæll.
Bloggar | 12.9.2009 | 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)