Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Daglegt líf

Það er nú orðið ansi langt síðan ég skrifaði síðast færslu. Það er einhvern vegin þannig að eftir því sem lengri tími líður á milli skrifa, þá finnst mér ég þurfa að skrifa meira og sem veldur svo aftur því að ég fjarlægist tölvuna..... Blush

Nú erum við aftur orðin fjögur í koti. Amma var hjá okkur í tvær yndislegar vikur og við skemmtum okkur öll vel. Eðlilega þótti stelpunum sérstaklega gaman að hafa ömmu sína hjá sér. Kristín fékk að sofa uppí efrikoju hjá nöfnu sinni og oftar en ekki skreið Gerður Katrín uppí til þeirra þegar leið á nóttina. Amman tók þátt í okkar daglega lífi og ég held að hún hafi gaman af. Hún fór með okkur í matarboð til Sergio og Juliu, það hefur örugglega verið heilmikil lífsreynsla fyrir hana að fara í ítalskt matarboð. Ég veit allavega að hún var pakksödd það kvöldið, það er passað uppá að maður  borði vel Cool

Þær stöllur fengu dvo að fara með Lalla og ömmu upp á flugvöll og höfðu gaman af. Þó fannst þeim sárt að kveðja ömmu sína sem eðlilegt er. Það er alltaf tómlegt þegar góðir gestir hverfa til síns heima.

 Lífið er nú aftur komið í rútínu, við foreldrarnir að skipuleggja "matarklúbbinn" auk þess að reyna við ítölskuna og stelpurnar á fullu í skólanum. Við vorum svo heppin að það er boðið upp á danskennslu í skóla stelpnananna sem er vel niðurgreidd þannig að loksins fær Gerður Katrín að fara í dans, en henni hefur lengi dreymt um að vera ballerína Kissing Dansinn er tvisvar í viku og þar sem heppnin eltir okkur endalaust þá er akkúrat  ókeypis skáktímar 1xviku í skólanum fyrir eldri krakkana, á sama tíma og Gerður er í dansinum. Að sjálfsögðu vildi Laufey stærðfræðisnilli (eins og reyndar fleiri í fjölskyldunni) taka þátt í skákinni auk þess að fara 3x í viku í karate. Nú svo má ekki gleyma okkar kæru vinum Sergio og Juliu. Sergio ( sem er ofvirkur!) fer með son sinn, litlu frændur sína og nú stelpurnar okkar, einu sinni í viku í stóran garð hér rétt hjá til að leika. Oftar en ekki þá er okkur svo boðið í mat til þeirra á miðvikudagskvöldum. Þannig að þið sjáið það að það er nóg um að vera hjá okkurW00t.

 Jæja, ég læta þetta gott heita í bili. Ætla að reyna að setja inn myndir ykkur til skemmtunar. Sjáum til hvernig það gengur.

Bless í bili, ástarkveðjur til ykkar allra

Halldora og co

 

 


Bömmer yfir skókaupum

Nú eru bara tveir dagar þar til við fáum Lalla og tengamömmu til okkarGrin Við erum allar þrjár orðnar mjög spenntar og teljum niður dagana. Vikan hefur gengið mjög vel, enda hver dagur búin að vera hlaðinn verkefnum, sem er gott mál.

Ég eyddi gærmorgninum í það að versla föt á stelpurnar, Laufey var farin að biðja um ný föt og þar sem það gerist ekki á hverjum degi ákvað ég að fara og versla aðeins á hana. Hlaupaskórnir hennar Gerðar voru líkar orðnir alltof litlir þannig að það var komin tími á að þær fengu nýja skó og föt. Þennan morgunin fann ég bara skó á Gerði en ekki á laufey.... vissi svo sem að sú eldri yrði ekki ánægð með það þannig að ég skipulagði annan verslunarleiðangur seinnipart dags. Náði nú samt að kaupa buxur og boli á þá eldri sem hún var sátt við.

Jæja komum nú að seinnipartsleiðangrinum. Þeir vita það sem einhvern tímann hafa reynt það, að eftir sex daga skólaviku þá eru börnin orðin ansi þreytt!! En þegar stelpurnar eru orðnar þreyttar þá er í raun bara um tvö jafn,,slæma" kosti að ræða fyrir einstæða mömmu í útlöndum. Að vera inn eða fara út. Líkt og í Icesave málinu er engin ,,besti"kostur til þannig að eftir nammistund og video ákvað ég að fara með skvísurnar út!! Var líka búin að lofa Laufey skóm þannig að það var eins gott að standa við það.

OK....við höldum af stað... yngri skvísurnar salirólegar enda vitandi það að við erum að fara í skóbúð og máta skó á LAUFEY. Þegar við komum í bæinn sé ég að það er auglýst 50% afsláttur í rosalega flottri barnaskóbúð þannig að ég fer þangað inn. Og þá byrjar ballið...þrjár afgreiðslustúlkur, tvær crazy stelpur (þær voru ekki rólegar lengur) og ein mamma........ í ljós kom að aðeins fáein pör voru á útsölu....og ég endaði með því að kaupa of mikiðFrown eiginlega alltof mikið. Misskildi eitthvað afgreiðslustúlkurnar. Ég skildi þær þannig að þau pör sem stelpurnar voru dáleiddar af (þær vissu strax hvað þær vildu) væru á 50% (fyrir utan eitt par!) en það var víst misskilningurBlush Og ég svona nokkurnvegin búin að segja já við skvísurnar, með þrjár afgreiðlustúlkur yfir mér....Gerður byrjuð að orga og Laufey svakalega fíld....og ég einfaldega vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Þið sem ekki hafið hitt ítali, þá myndast stundum einhverskonar mugæsingur..... og mitt viðnám eftir vikustund ein með tveimur orkumiklum stelpum var ekki meira en það að ég sagði bara si, si og keypti skóna (í fleirtölu).

Mér til málsbóta get ég staðfest að skópörin sem ég keypti ,,óvart" eru rosalega flott.

Jæja, höldum þá áfram. Hressandi að fá bömmer yfir skókaupum annarslagið. Þess ber að nefna að skvísurnar eru himinlifandi yfir skónum sem þær fengu og líka fötunum sem ég keypti í gærmorgun. Það er smá huggun þar sem þær fá nú ekki alltaf að velja sér skó sjálfar.

Jæja, vissi fyrir að sunnudagurinn gæti orðið erfiður þar sem þær eru í fríi í skólanum og ekkert sérstakt á dagskrá. Við vorum allar vaknaðar kl 0700 þennan morgunin og um kl 0900 fórum við útí göngutúr (þær í nýju skónum, að sjálfsögðu). Við fórum í góðan göngutúr og á leiðinni heim um kl 1200 hrindi Sergio og Julia og spurðu hvort við vildum fá okkur kaffi í miðbænum´, sem við að sjálfsögðu þáðum. Þannig að við vorum ekki komin heim fyrr en um 14 a casa.  Og svo er stefnan tekin á að fara í bíó kl 17 á ísöld 3, bíóið hérna rétt hjá okkur. Og þar með er búið að græja sunndudaginn og allir sáttir Smile

Ciao að tutti. dora

 


Frábær dagur

Búin að eiga frábæran dagCool

Vaknaði kl 06:30 og gerði æfingar með nýja boltann minn í 30 mín, vakti svo stelpurnar og saman græjuðum við okkur fyrir daginn. Eftir að hafa skilað þeim af mér í skólann fór í út að skokka með nýja I-podinn. Hann er fínn, sakna samt gamla, er frekar íhaldsöm gagnvart tæknidóti. Verð samt að segja að þegar ég var að hlaða i-podinn í gær kom upp skilaboð á skjánum þess efnis að það væri einhver villa í gangi....Wounderingætlaði að prenta skilaboðin en þar sem prentarinn virkaði ekki þá tók ég bara mynd. Set hana hér inn á bloggið á morgun eða hinn sem sönnungargagn A: það er draugur að stríða mér þessa dagana.

Jæja hvað með það, I-podinn virkar nú samt príðilega og ég er að vinna í því að setja lög inn á hann. Eftir skokkið í morgun hringdi ég í Mourizio karete kennara til að spyrja hvar karate yrði í kvöld. Var ekki alveg að fatta hvar það er þannig að ég skipulagði leit. Settist á bláa drekann (nýja hjólið) og hélt af stað. Fann reyndar ekki staðinn og eftir 1,5 klst leyt snéri ég heim aftur. Fór aftur yfir leiðbeiningarnar frá kauða og ég held ég sé búin að fatta staðsetninguna. Við hjónin vorum eitthvað að ruglast á madrestrale og magistralePolice

Þegar ég var á leiðinni að sækja stelpur þá hrindi Julia og spurði hvort við vildum fara með Sergio í parkinn seinnipartdags. Hún nefndi að ég gæti farið að hlaupa á meðan Sergio léki sér við krakkana. Þar sem ekkert var á dagskrá hjá mér nema kaffiboð  hjá nágranna okkar (sem ég nennti ekki í)  þáði ég boðið með  þökkum Wink Ákvað bara að sleppa karate í þetta sinn þar sem ég er ein með skvísurnarBlush

Stelpurnar voru kátar eftir skóla, reyndar var Laufey Kristín mjög kát þannig að það eitt gerði daginn ennþá betri. Við fórum aðeins í garðinn eftir skóla og svo heim.

Sergio kom svo að sækja okkur um kl 16:00, var með tvo frændur sína með sér auk Andrea, og svo keyrðum við í parkinn. Sem er reyndar ´stór og flottur garður hérna rétt hjá okkur, við lalli héldum bara að hann væri ekki fyrir almenning!! Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt Smile

Þannig að ég fór bara og hljóp í annað skiptið í dag á meðan Sergio lék við krakkanaTounge Hann er náttúrulega vel virkur eins og ég hef nefnt þannig að það er ágætt að hann hafi eitthvað fyrir stafni.

Við vorum bara að koma heim fyrir stuttu, allar þreyttar en sælar eftir góðan dag. Held við förum snemma í háttinn til þess að safna orku fyrir morgundaginn.

Ciao a tutti, a presto

Halldora

 

 


I-podinn enn dauður

I-podinn enn dauður...ætli ég verði ekki að fara út í búð og kaupa nýjan. Helv blóðugt, var farin að gæla við það að fara í búðir á morgun og versla mér stutterma boli. En það verður víst bara að bíðaCrying Kýs I-podinn frammyfir ný föt, hann er algjört möst hjá mérWhistling

ciao....


Komin heim, heil á húfi

Ég átti góðar stundir með Sergio og Juliu, við söknuðum samt öll Lalla. Það hefði verið gaman að hafa elskuna mína með... hann kemur bara með næst. Eins og alltaf þá kemur maður pakkaður heim eftir að hafa borðað með ítalanum.

Þetta eru engar smá máltíðir, skil ekki hvernig þeir halda sér svona grönnum.... og hraðinn!! Eigum við að ræða það eitthvaðW00t.... Þeir bæði borða hratt og drekka hratt (ekki þó mikið). Það er ekki hægt að segja að þeir sötri veigarnar, glasið er tekið í einum sopa og svo basta!! Líkt og þeir séu í keppni hver klári fyrst.

Ég sagði Sergio frá hamförum mínum í tæknimálunum og hann vildi endilega fá að líta á tölvuna. Vildi nú fyrst taka hana í kvöld, en ég kunni nú ekki alveg við það. Tek hana kannski með mér næst. Sergio er mikið í mun að fylla nitendo tölvuna hennar Laufeyjar af leikjum og eyddi hann örugglega um klst í að græja þaðSmile Það vottar smá fyrir ofvirkni hjá kauða, en það er bara eins og það er.

Ég held líka að stelpurnar hafi skemmt sér vel, allavega eru þær steinsofnaðar núna. Gæti trúað að það verði ástand á þeim í fyrramálið... allavega mun ég stilla klukkuna hálftíma fyrr til að vera við öllu búinCool

Buona notte......Sleeping

 


tæknivandamál

Jæja, nú er ég alveg búin að missa alla þolinmæði gagnvart tæknidrasli.....og þó fyrr hefði verið. Ekki nóg með það að tölvan mín hafi hrunið í morgun heldur fór I-pidinn með Devil. Ég er vægast sagt brjáluð....arg. Ég læt það nú vera með tölvuna, hún var á síðasta snúning, en að I-pod skyldi fara líka - það fyllti mælinn. Ég skil heldur ekki hvers vegna einfaldar tækni-aðgerðir virka ekki hjá mér. Í gær fór ég loksins með myndir sem ég hafði áður skrifað á disk  í framköllun. En nei, þá gat ljósmyndagæinn ekki lesið diskinn!! hvurslags vitleysa er þetta...

Annars er búið að vera brjálað að gera hjá mér í félagslífinu, kaffi á morgnana með hinum og þessum mömmum, búin að skipuleggja eitt kaffiboð með nágranna okkar n.k föstudag  alle 16 og er núna á leið í matarboð til Sergio og Juliu Wink

ciao, a presto

Dora


Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband