Frjáls þríþraut og kvef

Jæja, þá eru skvísurnar mínar byrjaðar í skólanum. Þær voru báðar hæstánægðar að hitta vini sína og Maestrur. Gerður Katrín var áður búin að tjá okkur foreldrunum að Maestra sín yrði svoo glöð að sjá sig, hún myndi segja þetta og hitt.... og það gekk allt eftir Joyful.  Það var tekið rosalega vel á móti henni og hún var líka mjög stolt og ánægð. Skemmtilegur eiginleiki að finnast sem allur heimurinn snúist um þig og þú sért flottust, best og ótrúlega klár. Ég vona að þessi hugsun muni alltaf fylgja henni.

 Það var líka tekið vel á móti Laufey. Valeria passaði uppá að hún fengi sæti sér við hlið og það eitt var mikill léttir. Fyrstu dagarnir voru mjög góðir hjá Laufey, tvö bekkjarafmæli og allt að gerast. Þegar líða tók á fyrstu vikuna fór nú samt að bera á þreytu hjá henni, skólinn byrjar náttúrulega með trukki og svo erum við eldri skvísurnar líka búnar að vera með einhver skít í okkur undafarna daga.  Vonandi að við verðum frískari í næstu viku.  Karate byrjar líka í næstu viku og ég held það muni miklu fyrir hana að fá líkamlega útrás þar.

 

Við Lalli erum búin að vera á fullu að undirbúa okkur fyrir veisluþjónustuna. Því miður hef ég ekki haft tíma til að lesa í ítölskunni en vonandi verð ég duglegri í næstu viku.  Annars er fólk búið að vera hrósa okkur hjónum fyrir ítölskuna okkar þannig að við getum vel við unað. Ég stefni á að vera nokkurnvegin altalandi um áramótin. Það er aldeilis eins gott að spýta í lófana ef það markmið á að ganga eftir.... Kissing

Ég er fann loksins hlaupaskó á mig og hef tekið þá ákvörðun að hlaupa bara úti í vetur. Satt best að segja tími ég ekki að borga 30 evrur á  mán í ræktina. Þess í stað ætla ég að stunda  frjálsa þríþraut. Frjáls þriþraut er þannig að ég hleyp, geri æfingar inni eða úti í porti (magi, hendur og teygjur) og svo hjóla ég út á strönd og til baka.

Ég splæsti nefnilega á mig hjóli um daginn´. Fékk meira að segja afslátt þar sem ég er með lögheimili mitt hérna í Lecce,  eitthvað átak í gangi hjá Berlosconi og félögum. Nauðsynlegt að eiga hjól hérna í suðrinu, hitt er alveg glatað. Reyndar nældi ég mér í kvefskratta í fyrsta hjólatúrnum. Þurfti að fara í stórmarkað rétt fyrir utan Lecce (m.a. ástæðan fyrir því að ég keypti hjólið) og lentí í þessari svakalegu rigningu á leiðinni heim..... steinlá eftir þann túrSick

Jæja, læt þetta nægja í bili. Baráttukveðjur til allra og keep on going.

kv, Doran


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá Halldóra ég vissi ekkert af þessu bloggi fyrr en nú.. gaman að lesa fréttir frá ykkur :)

Mér líst vel á þríþrautina hjá þér! svo hrikalega nauðsynlegt og gaman :D Þið eruð ótrúlega flott og vonandi mun veisluþjónustan fara vel af stað :-)

Haha hér er haustið fyrir alvöru komið af stað, en veðurguðirnir bjóða upp á rok og haglél í dag, hehe sagan er víst eitthvað önnur hjá ykkur ;)

 A presto

Ríkey (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband