Daglegt líf

Það er nú orðið ansi langt síðan ég skrifaði síðast færslu. Það er einhvern vegin þannig að eftir því sem lengri tími líður á milli skrifa, þá finnst mér ég þurfa að skrifa meira og sem veldur svo aftur því að ég fjarlægist tölvuna..... Blush

Nú erum við aftur orðin fjögur í koti. Amma var hjá okkur í tvær yndislegar vikur og við skemmtum okkur öll vel. Eðlilega þótti stelpunum sérstaklega gaman að hafa ömmu sína hjá sér. Kristín fékk að sofa uppí efrikoju hjá nöfnu sinni og oftar en ekki skreið Gerður Katrín uppí til þeirra þegar leið á nóttina. Amman tók þátt í okkar daglega lífi og ég held að hún hafi gaman af. Hún fór með okkur í matarboð til Sergio og Juliu, það hefur örugglega verið heilmikil lífsreynsla fyrir hana að fara í ítalskt matarboð. Ég veit allavega að hún var pakksödd það kvöldið, það er passað uppá að maður  borði vel Cool

Þær stöllur fengu dvo að fara með Lalla og ömmu upp á flugvöll og höfðu gaman af. Þó fannst þeim sárt að kveðja ömmu sína sem eðlilegt er. Það er alltaf tómlegt þegar góðir gestir hverfa til síns heima.

 Lífið er nú aftur komið í rútínu, við foreldrarnir að skipuleggja "matarklúbbinn" auk þess að reyna við ítölskuna og stelpurnar á fullu í skólanum. Við vorum svo heppin að það er boðið upp á danskennslu í skóla stelpnananna sem er vel niðurgreidd þannig að loksins fær Gerður Katrín að fara í dans, en henni hefur lengi dreymt um að vera ballerína Kissing Dansinn er tvisvar í viku og þar sem heppnin eltir okkur endalaust þá er akkúrat  ókeypis skáktímar 1xviku í skólanum fyrir eldri krakkana, á sama tíma og Gerður er í dansinum. Að sjálfsögðu vildi Laufey stærðfræðisnilli (eins og reyndar fleiri í fjölskyldunni) taka þátt í skákinni auk þess að fara 3x í viku í karate. Nú svo má ekki gleyma okkar kæru vinum Sergio og Juliu. Sergio ( sem er ofvirkur!) fer með son sinn, litlu frændur sína og nú stelpurnar okkar, einu sinni í viku í stóran garð hér rétt hjá til að leika. Oftar en ekki þá er okkur svo boðið í mat til þeirra á miðvikudagskvöldum. Þannig að þið sjáið það að það er nóg um að vera hjá okkurW00t.

 Jæja, ég læta þetta gott heita í bili. Ætla að reyna að setja inn myndir ykkur til skemmtunar. Sjáum til hvernig það gengur.

Bless í bili, ástarkveðjur til ykkar allra

Halldora og co

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega er gaman að lesa bloggið þitt og hvað heppnin er með ykkur :) Haltu áfram skemmtilegum skrifum :) Knús í kotið

Bára Ósk Einarsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband