Bömmer yfir skókaupum

Nú eru bara tveir dagar þar til við fáum Lalla og tengamömmu til okkarGrin Við erum allar þrjár orðnar mjög spenntar og teljum niður dagana. Vikan hefur gengið mjög vel, enda hver dagur búin að vera hlaðinn verkefnum, sem er gott mál.

Ég eyddi gærmorgninum í það að versla föt á stelpurnar, Laufey var farin að biðja um ný föt og þar sem það gerist ekki á hverjum degi ákvað ég að fara og versla aðeins á hana. Hlaupaskórnir hennar Gerðar voru líkar orðnir alltof litlir þannig að það var komin tími á að þær fengu nýja skó og föt. Þennan morgunin fann ég bara skó á Gerði en ekki á laufey.... vissi svo sem að sú eldri yrði ekki ánægð með það þannig að ég skipulagði annan verslunarleiðangur seinnipart dags. Náði nú samt að kaupa buxur og boli á þá eldri sem hún var sátt við.

Jæja komum nú að seinnipartsleiðangrinum. Þeir vita það sem einhvern tímann hafa reynt það, að eftir sex daga skólaviku þá eru börnin orðin ansi þreytt!! En þegar stelpurnar eru orðnar þreyttar þá er í raun bara um tvö jafn,,slæma" kosti að ræða fyrir einstæða mömmu í útlöndum. Að vera inn eða fara út. Líkt og í Icesave málinu er engin ,,besti"kostur til þannig að eftir nammistund og video ákvað ég að fara með skvísurnar út!! Var líka búin að lofa Laufey skóm þannig að það var eins gott að standa við það.

OK....við höldum af stað... yngri skvísurnar salirólegar enda vitandi það að við erum að fara í skóbúð og máta skó á LAUFEY. Þegar við komum í bæinn sé ég að það er auglýst 50% afsláttur í rosalega flottri barnaskóbúð þannig að ég fer þangað inn. Og þá byrjar ballið...þrjár afgreiðslustúlkur, tvær crazy stelpur (þær voru ekki rólegar lengur) og ein mamma........ í ljós kom að aðeins fáein pör voru á útsölu....og ég endaði með því að kaupa of mikiðFrown eiginlega alltof mikið. Misskildi eitthvað afgreiðslustúlkurnar. Ég skildi þær þannig að þau pör sem stelpurnar voru dáleiddar af (þær vissu strax hvað þær vildu) væru á 50% (fyrir utan eitt par!) en það var víst misskilningurBlush Og ég svona nokkurnvegin búin að segja já við skvísurnar, með þrjár afgreiðlustúlkur yfir mér....Gerður byrjuð að orga og Laufey svakalega fíld....og ég einfaldega vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Þið sem ekki hafið hitt ítali, þá myndast stundum einhverskonar mugæsingur..... og mitt viðnám eftir vikustund ein með tveimur orkumiklum stelpum var ekki meira en það að ég sagði bara si, si og keypti skóna (í fleirtölu).

Mér til málsbóta get ég staðfest að skópörin sem ég keypti ,,óvart" eru rosalega flott.

Jæja, höldum þá áfram. Hressandi að fá bömmer yfir skókaupum annarslagið. Þess ber að nefna að skvísurnar eru himinlifandi yfir skónum sem þær fengu og líka fötunum sem ég keypti í gærmorgun. Það er smá huggun þar sem þær fá nú ekki alltaf að velja sér skó sjálfar.

Jæja, vissi fyrir að sunnudagurinn gæti orðið erfiður þar sem þær eru í fríi í skólanum og ekkert sérstakt á dagskrá. Við vorum allar vaknaðar kl 0700 þennan morgunin og um kl 0900 fórum við útí göngutúr (þær í nýju skónum, að sjálfsögðu). Við fórum í góðan göngutúr og á leiðinni heim um kl 1200 hrindi Sergio og Julia og spurðu hvort við vildum fá okkur kaffi í miðbænum´, sem við að sjálfsögðu þáðum. Þannig að við vorum ekki komin heim fyrr en um 14 a casa.  Og svo er stefnan tekin á að fara í bíó kl 17 á ísöld 3, bíóið hérna rétt hjá okkur. Og þar með er búið að græja sunndudaginn og allir sáttir Smile

Ciao að tutti. dora

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband