Afmæli, dagur á ströndinni og væntanlegt gas

14. september

Til hamingju með afmælið Gunnar Ingi.

 Undanfarin vika hefur aldeilis verið lífleg.

Fimmtudaginn 10 sept  var Laufey Kristínu boðið í afmælisveislu hjá bekkjarbróður. Afmælið var haldið aðeins fyrir utan bæinn þannig að við lögðum snemma af stað í strætó (þurftum að taka tvo) til að ná þangað í tíma.  Það var vel tekið á móti okkur þegar við komum í afmælið og virkilega gaman að sjá aftur bekkjarfélaga Laufeyjar og foreldra þeirra. Gerður Katrín fékk að sjálfsögðu að vera eftir í afmælinu enda er systir Ricardo Nicoletti, sem átti afmæli, einlægur aðdáandi Gerðar þannig að þær hafa áreiðanlega náð að ærslast saman. Reyndar er Laufey Kristín einstaklega ábyrgðarfull gagnvart systur sinni og foreldrar hafa sagt mér að þegar þær eru tvær saman í afmælum þá passar Laufey afskaplega vel upp á litlu systir.

Jæja, við Lalli ákváðum að niðri í bæ og fá okkur að borða pizzu og taka svo bara strætó aftur til baka og ná í stelpurnar. Við áttum rómantíska stund saman í bænum, það var mjög notalegt að ná að spjalla aðeins saman án þess að heyra orðið MAMMA bergmála á meðan. 

Nú svo þegar við höldum af stað og sækjum stelpurnar þurftum við að hafa hraðan á vegna þess að síðasti strætóinn var rétt ókomin. En þegar við ætluðum að fara að kveðja  þá harðneitaði Monica, mamma Ricado, að hleypa okkur út fyrr en við værum búin a.m.k. fá okkur eina kökusneið og helst eitthvað af mat líka. Ég er ekki að grínast, það vara bara eitt stórt NEI, þið farið ekki núna ,ég keyri ykkur heim!! Miða við mín fyrri samskipti af þessari konu þá vissi ég að það þýddi ekkert að malda í móin þannig við slökuðum bara á, fengum okkur köku og spjölluðum við fólkið. Síðar skutlaði maður að nafni Sergio okkur heim en hann er víst vinur foreldra afmælisbarnsins.  Á leiðinni heim spurði Sergio hvort við ættum marga vini hérna í Lecce og í framhaldi ákvað hann að við skyldum gerast vinir!!

Daginn eftir afmælið unnum við hérna heima í því að koma okkur fyrir. Um kvöldið fór Lalli  með Daniellu að hitta Commercialsistann. Lalli kom öllu fróðari heim eftir þann fund og við hjónin sátum framm eftir kvöldi að ræða mögulegar útfærlur á veisluþjónustu yfir góðu rauðvíni.

Næsta morgun fórum við snemma út til að viðra okkur og stelpurnar. Um hádegisbil voru allir orðnir svangir og þar sem erum ekki enn komin með Gas var ákeðið að fá sér pizzu. Rétt þegar við vorum að byrja að borða hringir Daniella til okkar og spyr hvort við viljum þiggja boð Comercialistans ( sem er góðvinur Daniellu) um matarboð um kvöldið.  Þetta var alvöru matarboð og við borðuðum mikið.... sex rétta máltið í boði. Stelpurnar sofnuðu báðar í miðju borðhaldi og við hjónin vorum sömuleiðis þreytt þegar við komum heim um 01 leytið, þá búin að borða í 5 tíma!!

Síminn minn hringdi um kl 08:30 morguninn eftir. Það var Sergio, ég svaraði ekki alveg strax en  þegar hann hringdi í þriðja skiptið á fimm mínútum þá svaraði ég.  Þau hjónin voru á leið á ströndina og vildum fá okkur með.  Við þáðum að sjálfsögðu boðið,  og saman áttum við góðan fyrripart á ströndinni. Konan hans , Julia, er mjög indæl og sonur þeirra sömuleiðis en hann er fimm ára. Þau vildu að vísu fá okkur í mat um kvöldið en við vorum ekki alveg upplögð í það.  Lalli er víst að fara að spila fótbollt með vinum Sergio n.k. fimmtudag. Þannig að við verðum að fara í vikunni og fjárfesta í takkaskóm.

 

15. september

Franco, miðaldra hippavinur Daniellu, kom og sótti mig kl 08:30 í morgun og saman fórum við á skrifstofu Enel til að vinna í gasmálum. Eftir klukkutíma bið í röð, fimm símtöl og gott spjall við þjónustustúlkuna gat hún loksins sagt okkur hvers vegna við erum ekki enn komin með gas. Þá vantar númer á gasleiðsluna ásamt passporti og leigusamning. Við Franco vorum nú ekki lengi að redda umbeðnum gögnum og allt stefnir  í að við fáum technico hingað heim til okkar á fimmtudaginn sem opnar þá fyrir gas til okkar. Jibbí   Segir mikið um kerfið hérna að við erum búin að bíða núna í þrjár vikur eftir tæknimanni hingað heim til okkar sem var svo aldreið á leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband