Frábær dagur

Búin að eiga frábæran dagCool

Vaknaði kl 06:30 og gerði æfingar með nýja boltann minn í 30 mín, vakti svo stelpurnar og saman græjuðum við okkur fyrir daginn. Eftir að hafa skilað þeim af mér í skólann fór í út að skokka með nýja I-podinn. Hann er fínn, sakna samt gamla, er frekar íhaldsöm gagnvart tæknidóti. Verð samt að segja að þegar ég var að hlaða i-podinn í gær kom upp skilaboð á skjánum þess efnis að það væri einhver villa í gangi....Wounderingætlaði að prenta skilaboðin en þar sem prentarinn virkaði ekki þá tók ég bara mynd. Set hana hér inn á bloggið á morgun eða hinn sem sönnungargagn A: það er draugur að stríða mér þessa dagana.

Jæja hvað með það, I-podinn virkar nú samt príðilega og ég er að vinna í því að setja lög inn á hann. Eftir skokkið í morgun hringdi ég í Mourizio karete kennara til að spyrja hvar karate yrði í kvöld. Var ekki alveg að fatta hvar það er þannig að ég skipulagði leit. Settist á bláa drekann (nýja hjólið) og hélt af stað. Fann reyndar ekki staðinn og eftir 1,5 klst leyt snéri ég heim aftur. Fór aftur yfir leiðbeiningarnar frá kauða og ég held ég sé búin að fatta staðsetninguna. Við hjónin vorum eitthvað að ruglast á madrestrale og magistralePolice

Þegar ég var á leiðinni að sækja stelpur þá hrindi Julia og spurði hvort við vildum fara með Sergio í parkinn seinnipartdags. Hún nefndi að ég gæti farið að hlaupa á meðan Sergio léki sér við krakkana. Þar sem ekkert var á dagskrá hjá mér nema kaffiboð  hjá nágranna okkar (sem ég nennti ekki í)  þáði ég boðið með  þökkum Wink Ákvað bara að sleppa karate í þetta sinn þar sem ég er ein með skvísurnarBlush

Stelpurnar voru kátar eftir skóla, reyndar var Laufey Kristín mjög kát þannig að það eitt gerði daginn ennþá betri. Við fórum aðeins í garðinn eftir skóla og svo heim.

Sergio kom svo að sækja okkur um kl 16:00, var með tvo frændur sína með sér auk Andrea, og svo keyrðum við í parkinn. Sem er reyndar ´stór og flottur garður hérna rétt hjá okkur, við lalli héldum bara að hann væri ekki fyrir almenning!! Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt Smile

Þannig að ég fór bara og hljóp í annað skiptið í dag á meðan Sergio lék við krakkanaTounge Hann er náttúrulega vel virkur eins og ég hef nefnt þannig að það er ágætt að hann hafi eitthvað fyrir stafni.

Við vorum bara að koma heim fyrir stuttu, allar þreyttar en sælar eftir góðan dag. Held við förum snemma í háttinn til þess að safna orku fyrir morgundaginn.

Ciao a tutti, a presto

Halldora

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hafði ég hugmynd af þessari bloggsíðu og alveg hrikalega gaman að fá að lesa og fylgjast með :) Gott að allt gengur vel, þið eruð alveg ótrúlega sterk og flott fjölskylda að fara í þetta ævintýri. Síðan er komin í favorites.

Leon biður að heilsa Laufey og við líka ykkur :)

Knús familían á Hverfó

Bára (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband