Jæja, nú er ég alveg búin að missa alla þolinmæði gagnvart tæknidrasli.....og þó fyrr hefði verið. Ekki nóg með það að tölvan mín hafi hrunið í morgun heldur fór I-pidinn með . Ég er vægast sagt brjáluð....arg. Ég læt það nú vera með tölvuna, hún var á síðasta snúning, en að I-pod skyldi fara líka - það fyllti mælinn. Ég skil heldur ekki hvers vegna einfaldar tækni-aðgerðir virka ekki hjá mér. Í gær fór ég loksins með myndir sem ég hafði áður skrifað á disk í framköllun. En nei, þá gat ljósmyndagæinn ekki lesið diskinn!! hvurslags vitleysa er þetta...
Annars er búið að vera brjálað að gera hjá mér í félagslífinu, kaffi á morgnana með hinum og þessum mömmum, búin að skipuleggja eitt kaffiboð með nágranna okkar n.k föstudag alle 16 og er núna á leið í matarboð til Sergio og Juliu
ciao, a presto
Dora
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.