tæknivandamál

Jæja, nú er ég alveg búin að missa alla þolinmæði gagnvart tæknidrasli.....og þó fyrr hefði verið. Ekki nóg með það að tölvan mín hafi hrunið í morgun heldur fór I-pidinn með Devil. Ég er vægast sagt brjáluð....arg. Ég læt það nú vera með tölvuna, hún var á síðasta snúning, en að I-pod skyldi fara líka - það fyllti mælinn. Ég skil heldur ekki hvers vegna einfaldar tækni-aðgerðir virka ekki hjá mér. Í gær fór ég loksins með myndir sem ég hafði áður skrifað á disk  í framköllun. En nei, þá gat ljósmyndagæinn ekki lesið diskinn!! hvurslags vitleysa er þetta...

Annars er búið að vera brjálað að gera hjá mér í félagslífinu, kaffi á morgnana með hinum og þessum mömmum, búin að skipuleggja eitt kaffiboð með nágranna okkar n.k föstudag  alle 16 og er núna á leið í matarboð til Sergio og Juliu Wink

ciao, a presto

Dora


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband