Komin heim, heil á húfi

Ég átti góðar stundir með Sergio og Juliu, við söknuðum samt öll Lalla. Það hefði verið gaman að hafa elskuna mína með... hann kemur bara með næst. Eins og alltaf þá kemur maður pakkaður heim eftir að hafa borðað með ítalanum.

Þetta eru engar smá máltíðir, skil ekki hvernig þeir halda sér svona grönnum.... og hraðinn!! Eigum við að ræða það eitthvaðW00t.... Þeir bæði borða hratt og drekka hratt (ekki þó mikið). Það er ekki hægt að segja að þeir sötri veigarnar, glasið er tekið í einum sopa og svo basta!! Líkt og þeir séu í keppni hver klári fyrst.

Ég sagði Sergio frá hamförum mínum í tæknimálunum og hann vildi endilega fá að líta á tölvuna. Vildi nú fyrst taka hana í kvöld, en ég kunni nú ekki alveg við það. Tek hana kannski með mér næst. Sergio er mikið í mun að fylla nitendo tölvuna hennar Laufeyjar af leikjum og eyddi hann örugglega um klst í að græja þaðSmile Það vottar smá fyrir ofvirkni hjá kauða, en það er bara eins og það er.

Ég held líka að stelpurnar hafi skemmt sér vel, allavega eru þær steinsofnaðar núna. Gæti trúað að það verði ástand á þeim í fyrramálið... allavega mun ég stilla klukkuna hálftíma fyrr til að vera við öllu búinCool

Buona notte......Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband