Heimsókn til doksa og fleira skemmtilegt

Laufey Kristín var heima á mánudaginn, hún harðneitaði að fara í skólann og eftir nokkurt þras og fjas þá ákvaðum við að leyfa henni að vera heima. Svo sem ekki gott uppeldi en ég get ekki séð að það sé betra að senda krakkann í skólann þreytta og illa fyrirkomna. Þá hefði næsti dagur orðið erfiður o.s.frv.  Þannig að Laufey var heima og uni sér ágætlega, ekkert TV, en þess í stað lærðum við saman fyrripart dags. Svo sofnaði hún aðeins, þannig að í gærmorgun var hún aftur orðin lík sjálfri sér og fór ánægð í skólann.  Hún er með  nýjan stærðfræðikennara sem henni líkar ekki vel við og það er að hafa áhrif á hana. Ég held að þær þurfi bara að  kynnast betur, það hlýtur að koma síðar.

Gerður er ánægð og sátt. Litla nautið okkar tekur lífinu ekki alveg jafn alvarlega og hrúturinn, en hann þarf alltaf að vera fyrstur og bestur í því sem hann tekur sér fyrir hendur annars fer allt í kleinu!

Ég dreif mig loksins til doksa í gærmorgun.  Fór reyndar mannavillt, átti að fara til dottore Bosca S en fór til dottore Bosca T! Þeir eruvíst  bræður Boscarnir. Dottore Bosca S var ekki við en dottore Bosca T miskunaði sig við mig og sjúkdómsgreindi mig. Er víst með Bronkítis og fékk lyf við því. Rakinn hérna er rosalegur og kannski verða lungun eitthvað viðkvæmari þegar maður er að hlaupa mikið úti – veit það ekki. Ég ætla að spyrja Bosco úti það í næstu heimsókn.

Nú fer að styttast í að Lalli fari til Íslands, tengdamamma ætlar að koma með honum hingað út svo það verður aldeilis fjör á bæ. Við erum öll mjög spennt yfir að fá ömmu í heimsókn. Það verður gaman að sýna henni nýja heiminn okkar og eiga góðar stundir með henni.  

annars er alltaf nóg að gera hjá okkur, núna erum við að vinna í matseðlum og skipuleggja litla fyrirtækið okkar. Svo þarf maður auðvitað alltaf að kíkja reglulega á ítölskuna.....

Bless í bili og kærar kveðjur til allra

HBS

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband