10. september, Miðvikudagur
Laufey kom inn til mín um kl 0830 eins og vanalega og við fórum saman frammúr og fengum okkur morgunmat.. Dagurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel...stelpurnar þreyttar eftir gærdaginn en Laufey þó sérstaklega. Ég tók hana því inn í herbergi með mér, kveikti á róandi tónlist og tók skvísuna í heilnudd. Reyndi eftir bestu getu að róa taugakerfið í henni, en þessa dagana er hún frekar taugaspennt. Hún náði að slaka vel á og sofnaði í smá tíma þennan morguninn. Eftir hádegi þegar lalli var úti í porti að leika við stelpurnar og ég í hugleiðslu hringdi dyrabjallan!!!!!!!!!!
Og viti menn, það var flutningameistari frá Hollandi að koma með dótið okkar. Allir urði mjög glaðir en þó þreyttir þegar allir kassarnir voru komnir í hús.
Það er nú einu sinni þannig að þegar maður á skyndilega fullt, fullt af dóti þá vantar manni hirslur. Þannig að við ákváðum að kíkja í búð hérna í Lecce sem selur notuð húsgögn. Við vorum svo heppin að fá bæði hillusamstæðu og koju fyrir stelpurnar. En gaurinn gat ekki flutt dótið heim fyrr næsta morgun og það var ekki nógu gott fyrir ungu ákáfu hjónin. Þannig að við ákváðum að bera bara hilluna heim og láta flytja kojurnar heim morgunin eftir. Að sjálfsögðu skemmtum við ítalanum vel þegar við bárum heila hillusamstæðu heim, a mano, gegnum hálfan bæinn, með tvær skvísur á eftir okkur. Og þar sem frk Gerður er hálf fótalaus þurfti Laufey Kristín að bera systu á bakinu í þokkabót nær alla leiðina. Allt gekk eins og í sögu en þegar við bárum hilluna upp stigan hjá okkur gáfu þreyttar hendur sig og hillan skall í glugga í stigagangnum og braut hann... hrikalegur bömmer
En fólk verður að halda áfram, hillan skemmdist sem betur fer lítið og lalli boraði aðeins í hana þannig að hún lítur mjög vel út. Þó að glugginn geri það ekki, en það er seinna tíma vandamál.
Húsbóndinn var ákafur að setja upp þriðja barnið sitt, eða Bang & Olfsen TV-ið. Það gekk að lokum og þar með gat fjölskyldan andað léttar og hlakkað til að ganga til svefns og vakna í þrif og áframhaldandi skiplag næsta morgun. Annars væri sagan með TV-ið önnur saga því húsbóndinn var einstaklega spenntur yfir því og hringdi m.a. til Islands til að spyrja ráða varðandi uppsetninguna... en það er víst þetta sem er á milli karla og tækja. Ég kann ekki svo vel að ræða það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.