Hiti og gas-leysi

6 september

Jæja þá erum við búin að vera hérna í hitanum í rúmar tvær vikur. Enn höfum við ekki fengið gas en það kemur vonandi n.k. mánudag –miðvikudag.  Þar af leiðandi förum við oft út á kvöldin og fáum okkur pizzu, sem ég held reyndar að allir séu orðinir frekar þreyttir á. Það verður yndislegt að fá gas og getað eldað góða máltíð. En ljósi punkturinn er sá að núna kann maður aldeilis vel að meta gas og þa að geta eldað heita máltíð J Ég veit líka að Lalli verður glaður að komast í gott heitt baðJ

Við höfum annars bara haft það gott, að vísu verður manni ansi lítið úr verki í þessum hita en hitamælirinn er búin að standa í c.a.40C síðan við komum. Sem betur fer sýnist mér að hitinn sé eitthvað aðeins að minnka.

Við höfum farið nokkrum sinnum á ströndina og unum okkur alltaf vel þar. Stelpurnar voru svo heppnar í síðustu viku að eignast góðar vinkonur, systur á svipuðum aldri og þær gátu leiki nokkra daga saman. Allir mjög sáttir við það.

Í síðustu viku komu hitaskúrir tvo seinniparta og annan daginn ruku stelpurnar út til þess að leika sér í rigningunni. Þegar þær voru búna að leika sér í smá tíma kallar Laufey upp til mín að það sé mús þarna. Við Lalli rjúkum til og kíkjum á músin sem er náttúrulega engin mús heldur stærðarinnar rotta. Og hefst þá þessi æsilegi eltingaleikur, Lalli með háf sem hann reynir að fiska rottuna í. Stelpurnar hlaupandi á eftir honum og ég einhverstaðar til hliðar öskrandi hvatningarorð til hinna þriggja fræknu. Að lokum náðist rottan og stelpu greyin horfðu á pabba sinn „rota“  „músina“.  Þær voru furðu rólegar yfir þessu enda ýmsu vanar eftir að hafa búið heilt sumar í sumarbústað með ömmu Gerði og afa Smára J

Piano, Piano (smám saman) reynum við að koma okkur sem best fyrir í íbúðinni okkar. Við erum núna að leita að koju inn til stelpnanna en þar sem við erum bíllaus og allir stórmarkaðir rétt fyrir utan Lecce gengur það hægt. Ætli við endum ekki bara á því að panta frá IKEA og láta senda okkur heim.  Hver veit, kannski sjáum við eitthvað í gulu síðunum í dag. Í fyrradag tók ég litla baðherbergið sem liggur inn af eldhúsinu í gegn. Það var gríðarlega breyting enda herbergið virkilega  ógeðslegt, sé eftir að hafa ekki tekið fyrir og eftir mynd. Ekki síst vegna þess að eftir smá upplyfting er þetta eitt af flottari herbergjunum í íbúðinni,  yfirskvísan á hrós skilið. Lalli tók líka skápana í eldhúsinu í gegn á miðvikudag þannig að þetta er allt að koma hjá okkur.

Í gær fórum við svo í kaffi til Mario og Daniellu. Við sýndum þeim gögn varðandi veisluþjónustuna og fengum nokkur góð ráð. Það var mikill léttir að ræða  við þau og einhvern vegin varð þessi hugmynd okkar raunverulegri. Við höfðum einnig ætlað okkur að panta tíma hjá commercialista, en það er einhverskonar bókari hérna á ítalíu sem hjálpar fólki að átta sig á skattaumhverfinu og öðrum reglum varðandi atvinnurekstur. Þegar við nefndum þetta við Daniellu og Mario vill svo til að þau eiga vin sem er commercialista og hann var tilbúin til að hitta okkur við tækifæri.

Annars voru Daniella og Mario bara hress og við áttum góða stund með þeim, stelpurnar skelltu sér í sund hjá þeim og unu sér vel. Eftir þessa heimsókn skutlaði Daniella okkur á ströndina og þar sem við fengum okkur gott nesti að borða og sóluðum okkur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband