Ferðalagið hingað til Lecce gekk vel í flest alla staði. Jónas afi keyrði okkur á flugvöllinn í kefl, það er alltaf leiðinlegt að segja bless, en fjölskyldan var þó sátt við að kveðja land og þjóð og fara í sitt umhverfi. Flugið til Gatwick gekk vel og við rétt náðum rútunni sem átti að flytja okkur til Stansted. Að vísu lentum við í umferðarteppu á leið til Stansted en sem betur var aðeins klst seinkun, en ekki 2 tímar eins og bílstjórinn óttaðist. Við náðum þar af leiðandi fluginu okkar til Brindisi en það mátti ekki tæpara standa.
Eftir að vera búin að ferðast í 12 klukkustundir var fjölskyldan orðin ansi þreytt þegar loksins á leiðarenda var komið. Við vorum komin hingað á Via Giusti akkúrtat kl 22:00, en það var sá tími sem við höfðum mælt okkur mót við leigendurna til að fá lykil af íbúðinni. Meðan við biðum eftir þeim komu nokkrir nágrannar og heilsuðu upp á okkur, virðist vera hresst lið!! Gerði hafði hlakkað mikið til að komast loksins heim til sín, þannig að sú stutta varð vægast sagt vonsvikinn þegar hún labbaði inn í allt aðra íbúð en þá sem hún áleit vera sitt heimili ( okkar fyrri íbúð hér í Lecce). Það luku nokkur tár og smá snökkt enda þreyta og spennufall til staðar. Eftir að skila af okkur töskunum fórum við og fengum okkur pizzu á local kaffihúsinu okkar og eftir að hafa fengið smá fyllingu í magann sofnuðu skvísurnar vært.
Laugardagurinn fór að mestu í að koma sér fyrir í nýju íbúðinni, taka upp úr kössum, kistlum og töskum. Gerður var fljót að jafna sig vonbrigðunum með íbúðina þegar hún fékk sitt gamla dót og lítið heyrðist í þeirri stuttu fyrripart dags þar sem hún var niðursokkin í leik með dúkkurnar sínar. Laufey uni sér líka vel, en var ekki alveg sátt að geta ekki farið strax út í búð og keypt eitt stk hund !! Við reynum nú að redda því máli fljótlega.
Á sunnudeginum fórum við svo á ströndina og hittum Daniellu og Mario. Áttum góðan dag í sólinni með góðum vinum. Við hjónin erum alsæl með að vera komin heim til Lecce og ég held ég sé bara bjartsýn á að þessi vetur muni koma til með að vera ánægjulegur og farsæll.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.