Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Velheppnuð kynning á EsoticoSalento

Það er nett spennufall hérna hjá fjölskyldunni eftir vel heppnaða kynningu á veisluþjónustunni okkar, EsoticoSalento, sl Laugardagskvöld. Við vorum svo heppin að fá inni hjá elskulegum eldri mönnum sem reka oggulítið leikhús í hjarta miðbænum. Það var mjög góð mæting, alveg framm úr björtustu vonum, og við gátum ekki betur séð en að ítalinn væri að fíla matinn í BOTN. Við fengum mikið hrós og einhver tengsl voru mynduð. Svo er bara að sjá hvað gerist... Stelpurnar stóðu sig eins og hetjur en Laufey Kristín var hægri hönd pabba síns við uppsetningu á matnum og fíneseringu.

Eins og gefur að skilja var þetta ekki síður kynning á Íslandi og veitingarstaðnum okkar þar en veisluþjónustunni hérna úti. Fólkið hérna er mjög forvitið um Ísland og það kæmi mér ekki á óvart þó einhverjir ættu eftir að ferðast heim á paradísareyjuna þótt síðar verði.

Nú Sunnudagurinn fór svo í að vaska upp og þrífa.. og á mánudagsmorgni fékk ég það staðfest frá lækninum okkar að Gerður Katrín væri komin með RAUÐU HUNDANA. Lán í óláni að doppurnar skyldu koma rétt eftir kynninguna en skvísan þarf að vera heima a.m.k. næstu 10 daga. Húrra fyrir því :-/

A presto, Halldóra


Gult belti í karate

Jæja, þá er janúar loksins á enda. Ég segi loksins vegna þess að þessi mánuður er búin að vera mjög kaldur og aftur kaldur. Ég er ekki búin að geta hreyft mig vegna kvefs en eftir þriðju heimsóknina til doksa í gær, fékk ég loksins lyf sem virðast vera að virka á mig Wink. Ég er nú samt lúmst ánægð með doksa að hafa ekki strax látið mig fá pensilín, alltílagi að reyna allt áður en það er notað.  Doksi var mjög hissa að sjá mig í þriðja skiptið og hallaði sér í makindum aftur í stólnum og spurði hvort það væri eitthvað annað að angra mig, hvort ég saknaði kannski fjölskyldunnar á Íslandi.... hann bætti við að ýmislegt þannig drægi mjög úr mætti ofnæmiskerfisins. Óvenjulegur heimilislæknir. Hann var ánægður þegar ég sagði honum að foreldrar mínir væru á leiðinni hingað til okkar, og sagðist skyldi skoða mig betur.

En þetta er nú ekki mál málanna. Stóra málið á þessu heimili er það að Laufey Kristín fékk gula beltið í Karate s.l. mánudag Smile. Það var rosalega flott sýning og Laufey stóð sig eins og hetja. Gerði allt 100%....Guð hvað ég var stollt af henni og við náttúrulega öll. Gerður Katrín sagði að systir sín hefði verið molto brava sem er mikið hól frá henni. Þetta var rosalega stór áfangi hjá skívsunni og hún var mjög hamingjusöm sem sjálfa sig.

Annars er allt gott að frétta, stelpunum gengur vel í skólanum og við Lalli erum á fullu að undibúa EsoticoSalento Catering. Það verður opnun/kynning 13 feb hjá manni sem sér um menningarviðburði hér í Lecce þannig að það verður nóg að gera hjá okkur næstu tvær vikurnar að skipuleggja það.

 Okkur er öllum farið að hlakka til að fá ömmu Gerði og afa Smára hingað út til okkar, ég þarf að fara að skoða hlaupaleiðir fyrir gamla. Hann er víst óstöðvandi þessa dagana, hleypur 25 km eins og ekkert sé. Við mamma sendum strákana bara ut að hlaupa og í ræktina á meðan við förum í bæjarferð :-) Er það ekki tilvalið??

Ástarkveðjur til ykkar allra....


Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband