Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hundurinn

Það er nú meira hvað tíminn líður, alltíeinu eru jólin á næsta leyti. Ég verð að segja að mig hlakkar rosalega mikið til jólanna, þó svo við verðum ,,ein,, hérna úti yfir hátíðirnar. Þ.e.a.s. fjarri fjölskyldu og vinum, sem er auðvitað frekar sártErrm. En svona er þetta, með ónýta krónu er erfiðara um vik að skreppa á klakann. Við skulum bara vona að ástandið lagist sem fyrst. En þrátt fyrir að  vera fjarri ástvinum þá verðum við alls ekki ein. Ítalinn er í eðli sínu félagsvera og við erum nú þegar búin að fá tvö  heimboð yfir hátíðirnar.  Við komum bara heim á klakann næstu jól, það er hvort sem er svo stutt á milli jóla núorðiðWink

En nóg um það.

Ívikunni sem leið ákváðum við að fá okkur HUND!! Við fengum gefins fallega englis setter tík, 7 mánaða, sem hét Stella. Laufey var búin að grátbiðja okkur um hund í tvö ár og við ákváðum að láta undan.

Stella var yndisleg, blíð og góð og alveg til fyrirmyndar. En við lárus komumst fljótlega að því að við erum ekki hunafólk. Ég held meira að segja að við höfum fengið vott af taugaáfalli við komu hundsins. Við reyndum að peppa hvort annað upp og inná milli komu klukkutímar þar sem við vorum jákvæð gagnvart Stellu en á þriðja degi gat ég ekki meir. Hundurinn varð að fara. Þannig á mánudagsmorgun hringdum við í fyrri eiganda og hann kom og tók hundinn aftur. Og þar með lauk því ævintyri. Eðlilega var Laufey Kristín sár en þessi elska sýndi okkur foreldrunum ótrúlegan skilning og sætti sig við að Stella yrði að fara burt.

Núna eru tveir dagar síðan Stella fór og við hjónin erum smá saman að jafna okkur á áfallinu. Það sem ég lærði af þessu er það að mér finnst ég lifa mjög innihaldsríku lífi og skemmtilegu lífi og þarf ALLS ekki hund til að fylla upp í eitthvað tómarúm, eða hvað sem það er sem fær fólk til þess að vilja hund inn á sitt heimili!! Þar að auki á ég fullt í fangi með að gefa af mér ást og umhyggju til stelpnanna og Lárusar þó svo að hundur bætist ekki líka við. Eitt stk kanína er nóg fyrir mig og málin er dautt!!

Það gengur vel hjá Laufey í skólanum, kennararnir eru mjög ánægðir með hana og hún stendur sig eins og hetja. Hún er að fá 9-10 í stærðfræði og 7-8 í ítölsku í þeim könnunum sem gerðar hafa verið. Ég talaði við Ítölskukennarann hennar og spurði hvort hún teldið að laufey þyrfi á aukakennslu að halda í ítölskunni og hún brosti bara til mín og sagði að það væri alls ekki þörf á þvi. Hún stæði sig alveg frábærlega vel, milgliore. Þannig að það var nú aldeilis léttir fyrir áhyggjugúrúinn mig Smile. Hitt er annað mál að það er komin þreyta í þessa elsku og þessa dagana er hún ekkert of viljug til þess að fara í skólann. En það er nú bara eins og það er, alveg eðlilegt.

Gerður Katrín heldur áfram að skokka létt í gegnum lífið. Við sjáum að vísu lítið af henni þess dagana vegna þess að hún hefur verið að fara heim til vina eftir skóla. Í síðustu viku til Elenu (dóttir foringjans) og Emmu. Í gær fór hún heim til Auria (Emma var þar líka) og í dag ætlar mamma hans Alexandro að taka hana með heim. Alexander er annar af krullhausunum sem eru svo skotnir í henni. Gerður virðist taka þessu öllu með ró, hún kann að spila leikinn. Mömmurnar eiga ekki orð yfir það hvað hún er stillt og góð og svo borðar hún auðvitað vel.... það þykir þeim nú ekki leiðinlegt Smile

Að vísu finnst Laufey Kristínu ósanngjarnt að Gerður skuli fá að fara oftar heim til vina en hún. En það verður nú bara að segjast að málið er ögn flóknara þegar komið er upp í grunnskóla. Þá þurfa krakkarnir að gera heimavinnu, fara í sport og fleira í þeim dúr. Sem sagt fleiri skyldur og minni frítími. Ég stefni nú samt á að bjóða Önnu Giuliu og Valerio heim í næstu viku. Svo förum við í ferðalag með foreldrum Önnu Giuliu um helgina þannig að þetta er nú ekki alslæmt.

Læt þetta gott heita í bili.

Saknaðarkveðjur ( ég er farin að sakna ykkar mikið). Farið vel með ykkur og hafið það sem allra best, kv, Halldora

 


Höfundur

Halldóra Björk Smáradóttir
Halldóra Björk Smáradóttir
Er búsett í litlum smábæ syðst á Ítalíu ásamt fjölskyldu sem samanstendur af  eiginmanni og tveimur dætrum. Lárus eiginmaður minn, og besti vinur, er matreiðslumaður og saman stefnum við á að opna litla veisluþjónustu hérna í Lecce. Eldri dóttir okkar, Laufey Kristín, er að hefja sinn annan vetur í ítölskum grunnskóla og stendur sig ótrúlega vel, er strax búin að vinna fá viðurkenningu fyrir frammúrskarandi i stærðfræði :-) Yngri prinsessan, Gerður Katrín, er í leikskóla og unir sér vel þar með Maestru sinni og bekkjarfélögum.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband