09 september, Þriðjudagur
Í morgun ákváðum við að fara á ströndina, við fengum okkur morgunamat og löguðum svo aðeins til og svo um 11 leytið héldum við út á stoppistöð. Reyndar hafði ég rétt áður kíkt á oraio á strætóunum hér og sá þar að þeir voru búnir að breyta sumartíma yfir í vetrartíma. En Lalli trúði því nú ekki og við fórum galvösk út á stoppistöð. Biðum þar heillengi þar til gömul kona sagði okkur að þeir væru búnir að breyta tímanum, að það væru næstum 2 tímar í okkar bus. Jæja. Við erum nú ekki þekkt fyrir að deyja ráðalaus þannig að við ákváðum að skoða bara líkamsræktarstöð í nágrenni við okkar í staðinn. Eftir að hafa farið upp og pissað eftir strætóbiðina héldum við af stað í gymið. Þar tók elskuleg stúlka á móti okkur og þegar við spurðum hver sæi um karate fyrir börnin, svaraði hún um hæl að það væri hann Maricio, en það er einmitt meistarinn hennar laufeyjar í karate. Þannig í stuttu máli er hann búin að flytja sig frá Piazza paolo, sem by the way var við hliðiná okkur í fyrra, í okkar hverfi hér við Via Giusti. Incredibili....Já, svona getur lukkan leikið við okkur JNúna getur öll fjölskyldan farið í ræktina á sama tíma, 3 í viku. Úúu við verðum helköttuð í vor. Ég er nú samt að velta því fyrir mér að fara í yoga.. en það er annað mál.
Þannig að..eftir að hafa skoðað palestra var tími til komin að bíða eftir strætó. Hann kom og við lágum ein á ströndinni í frá hálf 2 til 17:30...þá var mamman búin að fá nóg og vildi fara af stað og fá sér kaffi á Alex bar. Þar biðum við í klst og úti biðum við í aðra klst vegna vaginin var seinn á ferð. Við vorum bæði köld og hungruð þegar við komumst loks heim. Lalli fór niður á bar og pantaði pizzur sem við átum með góðri lyst. Í millitíðinn hringdu mamma og pabbi á skype, það var bæði gott að sjá þau og heyra í þeim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.