Það er nett spennufall hérna hjá fjölskyldunni eftir vel heppnaða kynningu á veisluþjónustunni okkar, EsoticoSalento, sl Laugardagskvöld. Við vorum svo heppin að fá inni hjá elskulegum eldri mönnum sem reka oggulítið leikhús í hjarta miðbænum. Það var mjög góð mæting, alveg framm úr björtustu vonum, og við gátum ekki betur séð en að ítalinn væri að fíla matinn í BOTN. Við fengum mikið hrós og einhver tengsl voru mynduð. Svo er bara að sjá hvað gerist... Stelpurnar stóðu sig eins og hetjur en Laufey Kristín var hægri hönd pabba síns við uppsetningu á matnum og fíneseringu.
Eins og gefur að skilja var þetta ekki síður kynning á Íslandi og veitingarstaðnum okkar þar en veisluþjónustunni hérna úti. Fólkið hérna er mjög forvitið um Ísland og það kæmi mér ekki á óvart þó einhverjir ættu eftir að ferðast heim á paradísareyjuna þótt síðar verði.
Nú Sunnudagurinn fór svo í að vaska upp og þrífa.. og á mánudagsmorgni fékk ég það staðfest frá lækninum okkar að Gerður Katrín væri komin með RAUÐU HUNDANA. Lán í óláni að doppurnar skyldu koma rétt eftir kynninguna en skvísan þarf að vera heima a.m.k. næstu 10 daga. Húrra fyrir því :-/
A presto, Halldóra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.