Jæja, þá er janúar loksins á enda. Ég segi loksins vegna þess að þessi mánuður er búin að vera mjög kaldur og aftur kaldur. Ég er ekki búin að geta hreyft mig vegna kvefs en eftir þriðju heimsóknina til doksa í gær, fékk ég loksins lyf sem virðast vera að virka á mig . Ég er nú samt lúmst ánægð með doksa að hafa ekki strax látið mig fá pensilín, alltílagi að reyna allt áður en það er notað. Doksi var mjög hissa að sjá mig í þriðja skiptið og hallaði sér í makindum aftur í stólnum og spurði hvort það væri eitthvað annað að angra mig, hvort ég saknaði kannski fjölskyldunnar á Íslandi.... hann bætti við að ýmislegt þannig drægi mjög úr mætti ofnæmiskerfisins. Óvenjulegur heimilislæknir. Hann var ánægður þegar ég sagði honum að foreldrar mínir væru á leiðinni hingað til okkar, og sagðist skyldi skoða mig betur.
En þetta er nú ekki mál málanna. Stóra málið á þessu heimili er það að Laufey Kristín fékk gula beltið í Karate s.l. mánudag . Það var rosalega flott sýning og Laufey stóð sig eins og hetja. Gerði allt 100%....Guð hvað ég var stollt af henni og við náttúrulega öll. Gerður Katrín sagði að systir sín hefði verið molto brava sem er mikið hól frá henni. Þetta var rosalega stór áfangi hjá skívsunni og hún var mjög hamingjusöm sem sjálfa sig.
Annars er allt gott að frétta, stelpunum gengur vel í skólanum og við Lalli erum á fullu að undibúa EsoticoSalento Catering. Það verður opnun/kynning 13 feb hjá manni sem sér um menningarviðburði hér í Lecce þannig að það verður nóg að gera hjá okkur næstu tvær vikurnar að skipuleggja það.
Okkur er öllum farið að hlakka til að fá ömmu Gerði og afa Smára hingað út til okkar, ég þarf að fara að skoða hlaupaleiðir fyrir gamla. Hann er víst óstöðvandi þessa dagana, hleypur 25 km eins og ekkert sé. Við mamma sendum strákana bara ut að hlaupa og í ræktina á meðan við förum í bæjarferð :-) Er það ekki tilvalið??
Ástarkveðjur til ykkar allra....
Athugasemdir
Hæ hæ, alltaf gaman að lesa bloggið er náttla bara búin að liggja i krampa yfir hundafærslunni heheh algjör snild. Gaman að sjá myndir af fallegu frænkum okkar. Vonandi náum við að fá ykkur í kaffi næst þegar þið komið til landsins
Kossar og knús
Steinunn og co
Steinunn (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.